Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. janúar 2019 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool marði Brighton - Burnley vann án Jóa Berg
Salah fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni.
Salah fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni.
Mynd: Getty Images
Aron lék allan leikinn í markalausu jafntefli.
Aron lék allan leikinn í markalausu jafntefli.
Mynd: Getty Images
Burnley fagnar marki.
Burnley fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Shane Long skoraði!
Shane Long skoraði!
Mynd: Getty Images
Liverpool er komið aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni. Það var vítaspyrnumark Mohamed Salah sem réði úrslitum í erfiðum leik gegn Brighton í dag.

Salah fiskaði vítaspyrnuna sjálfur og skoraði úr henni af miklu öryggi. Salah hefur fiskað þær nokkrar vítaspyrnurnar að undanförnu.


Salah er markahæstur í deildinni ásamt Harry Kane og Pierre Emerick Aubameyang. Þeir eru allir með 14 mörk.

Eftir tvo tapleiki í röð náði Liverpool að merja sigur gegn Brighton í dag. Forskotið er aftur orðið sjö stig, en Manchester City getur aftur minnkað það í fjögur stig með sigri gegn Wolves á heimavelli á mánudag.

Brighton er í 13. sæti deildarinnar með 26 stig.

Leikmenn Fulham tryggðu Burnley sigur
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley gegn Fulham vegna meiðsla. Burnley tókst samt sem áður að kreista fram sigur í mikilvægum leik.

Andre Schurrle kom Fulham yfir á annarri mínútu en með hjálp leikmanna Fulham náði Burnley að snúa leiknum við. Joe Bryan og Denis Odoi skoruðu sjálfsmörk.

Þannig enduðu leikar, 2-1 fyrir Burnley sem fer upp í 15. sæti með 21 stig. Fulham er í næst neðsta sæti með aðeins 14 stig.

Aron Einar Gunnarsson lék þá allan leikinn á miðjunni hjá Cardiff sem gerði markalaust jafntefli við botnlið Huddersfield. Cardiff er í 17. sæti, einu stigi frá Newcastle sem er komið niður í fallsæti.

Watford og Southampton með útisigra
Watford er að eiga gott mót. Liðið vann útisigur á Crystal Palace í dag, 1-2. Craig Cathcart bætti upp fyrir sjálfsmark með jöfnunarmarki í síðari hálfleik. Tom Cleverley skoraði sigurmarkið á 74. mínútu.

Watford er í sjöunda sæti með 32 stig, en Crystal Palace er í 14. sæti með 22 stig.

Shane Long tókst þá að skora í sigri Southampton á Leicester. Southampton var lengi einum færri en náði að landa sigrinum.

Dýrlingarnir eru komnir upp í 16. sæti á meðan Leicester situr í áttunda sæti.


Brighton 0 - 1 Liverpool
0-1 Mohamed Salah ('50 , víti)

Burnley 2 - 1 Fulham
0-1 Andre Schurrle ('2 )
1-1 Joe Bryan ('20 , sjálfsmark)
2-1 Denis Odoi ('23 , sjálfsmark)

Cardiff City 0 - 0 Huddersfield

Crystal Palace 1 - 2 Watford
1-0 Craig Cathcart ('38 , sjálfsmark)
1-1 Craig Cathcart ('67 )
1-2 Tom Cleverley ('74 )

Leicester City 1 - 2 Southampton
0-1 James Ward-Prowse ('11 , víti)
0-2 Shane Long ('45 )
1-2 Wilfred Ndidi ('58 )
Rautt spjald: Yan Valery, Southampton ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner