Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 12. febrúar 2020 18:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hoffenheim reyndi að fá Haaland 2016 - Of háar launakröfur
Mynd: Getty Images
Erling Braut Haaland er einn mest spennandi leikmaður heims í dag.

Hann gekk í raðir Dortmund frá Red Bull Salzburg í janúar og hefur byrjarð vel hjá nýju liði.

Þýski miðillinn Bild greinir frá því að Hoffenheim hafi árið 2016 verið nálægt því að krækja í norska framherjann.

Samningar náðust ekki við leikmanninn þar sem Haaland vildi fá 5000 evrur í mánaðarlaun.

Árið 2016 var Haaland á sextánada aldursári og Hoffenheim hefur ekki fundist hann vera 5000 evra virði. 5000 evrur eru á núvirði tæplega 700 þúsund krónur.
Athugasemdir
banner
banner