Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. febrúar 2020 22:40
Aksentije Milisic
Maguire: Verðum að bæta okkur í föstum leikatriðum
Mynd: Getty Images
Fyrirliði Manchester United, Harry Maguire, segir að liðið verði að verjast betur þegar kemur að föstum leikatriðum. United hefur fengið mikið af mörkum á sig eftir föst leikatriði.

Maguire talar einnig um samvinnu hans og Victor Lindelof í hjarta varnarinnar og segir að það sé frábært að spila með honum. Hann segir að þeir hafi verið að læra betur inn á hvorn annan og að samvinna þeirra muni einungis verða betri.

„Það er frábært að spila með Victor. Við höfum átt gott tímabil hingað til. Við erum að halda oftar hreinu heldur en í byrjun tímabils og erum að læra enn betur inn á hvorn annan," sagði Maguire.

„Við höfum verið lélegir í að verjast föstum leikatriðum og síðan höfum við fengið nokkur glæsileg mörk á okkur fyrir utan teigs. Það hafa ekki verið margir leikir þar sem De Gea hefur þurft að verja fimm til sex færi, fyrir utan leikinn gegn Man City í bikarnum þar sem hann var frábær."

Þá sagði Maguire að það væri mjög gott að fá smá vetrarfrí fyrir hópinn til þess að þjappa sér saman en næsti leikur United er á mánudaginn kemur gegn Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner