Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   fim 12. mars 2020 11:14
Elvar Geir Magnússon
Kórónaveirugrín Diego Costa féll í grýttan jarðveg
Margir íþróttafréttamenn hafa gagnrýnt Diego Costa eftir vafasamt grín hans í gærkvöldi.

Þegar Costa labbaði framhjá fjölmiðlamönnum þóttist Costa vera hóstandi, og horfði síðan hlæjandi á menn.

Þetta grín Costa vegna kórónaveirunnar þótti mjög ósmekklegt og var ekkert hlegið af viðstöddum.

Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni í gær með 3-2 sigri eftir framlengdan leik.


Athugasemdir