Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 12. mars 2020 16:51
Elvar Geir Magnússon
MLS frestað eins og NBA
Bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur verið frestað næstu 30 daga.

Í yfirlýsingu frá deildinni var tilkynnt að þetta hefði verið niðurstaðan eftir að ráðleggingar komu frá heilbrigðisyfirvöldum.

Tímabilið í bandarísku deildinni hófst fyrir tæplega tveimur vikum.

Í gærkvöldi tilkynnti NBA-deildin í körfubolta um ótímabundna frestun.

Búið er að fresta keppni í mörgum fótboltadeildum í Evrópu, þar á meðal á Ítalíu, Spáni, Hollandi og Portúgal.
Athugasemdir
banner