Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. apríl 2021 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Markmiðið var aldrei að enda meðal fjögurra efstu
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, segir að markmiðið hafi aldrei verið að ná Meistaradeildarsæti en liðið gerði markalaust jafntefi við Brighton i kvöld og fjarlægist því Meistaradeildardraumurinn.

Everton er í 8. sæti deildarinnar með 48 stig og því sjö stigum á eftir West Ham sem er í fjórða sætinu en Everton á leik til góða og getur því saxað niður forskotið.

Liðið hefur spilað góðan bolta í vetur og verið í baráttu um Meistaradeildarsæti allt tímabilið en það gæti reynst erfitt að vera með í þeirri baráttu núna.

„Viðhorfið hjá liðinu var mjög gott en gæðin í spilinu var ekki í takt við það. Meiðsli settu strik í reikninginn. Við vorum bara með einn sóknarsinnaðan miðjumann þannig við áttum erfitt með að byggja upp spil og finna framherjana," sagði Ancelotti.

„Viðhorfið var gott og andinn líka. Við vörðumst vel og reyndum að byggja upp sókn frá aftasta varnarmanni en við gátum bara ekki skapað færi."

Hann segir þá að markmiðið hafi aldrei verið að ná Meistaradeildarsæti heldur komast í Evrópukeppni.

„Við töluðum aldrei um efstu fjögur sætin. Markmiðið var alltaf að komast í Evrópukeppni og við erum enn í þeirri baráttu," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner