Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. maí 2019 16:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar stjórnaði víkingaklappi á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson lék kveðjuleik sinn fyrir Cardiff þegar liðið lagði Manchester United á Old Trafford. Geggjaður sigur hjá Cardiff og frábær kveðjugjöf fyrir Aron.

Eftir átta ár hjá Cardiff fer landsliðsfyrirliðinn núna til Al Arabi í Katar þar sem Heimir Hallgrímsson er við stjórnvölinn.

Aron átti flottan leik á Old Trafford og fékk hann heiðursskiptingu á 58. mínútu.

Aron faðmaði alla liðsfélaga sína áður en hann fór af velli. Það fór í taugarnar á stuðningsmönnum Manchester United hversu langan tíma það tók fyrir Aron að fara af velli en hann átti þetta 110% skilið, jafnvel þó svo að það hafi skapað einhvern pirring hjá stuðningsmönnum United.

Eftir leik tók Aron svo víkingaklappið með stuðningsmönnum Cardiff. Falleg stund.




Athugasemdir
banner
banner