Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. maí 2019 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir Man Utd og Cardiff: Young og McTominay verstir
Aron í leiknum í dag. Hann fær 7 í einkunn.
Aron í leiknum í dag. Hann fær 7 í einkunn.
Mynd: Getty Images
Manchester United fékk Aron Einar Gunnarsson og félaga hans í föllnu liði Cardiff í heimsókn á Old Trafford í lokaleik tímabilsins.

Nathaniel Mendez-Laing gerði bæði mörk leiksins í 0-2 sigri Cardiff. United liðið hefur spilað illa undanfarið og aðeins unnið tvo af síðustu tólf leikjum liðsins í öllum keppnum.

Aron Einar Gunnarsson var í dag að spila sinn lokaleik fyrir Cardiff. Hann yfirgefur herbúðir liðsins í sumar og gengur í raðir Al Arabi í Katar.

Það voru þeir Andreas Pereira og Mason Greenwood, sautján ára framherji sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir United í leiknum, sem þóttu spila best hjá Rauðu Djöflunum.

Ashley Young og Scott McTominay þóttu spila verst. Hjá Cardiff var það markaskorarinn Mendez-Laing sem var valinn bestur og jafnframt maður leiksins. Tveir fengu átta og sex fengu sjö í einkunn. Aron var einn af þeim sem fékk sjö í einkunn.

Það var Sky Sports sem gaf leikmönnum einkunn eftir leikinn í dag og þær má sjá hér að neðan.

Manchester United: De Gea (6), Young (4), Jones (5), Smalling (5), Dalot (5), Pereira (7), McTominay (4), Pogba (5), Lingard (6), Rashford (6), Greenwood (7).

Varamenn: Martial (6), Gomes (5), Valencia (6)

Cardiff: Etheridge (7), Peltier (7), Manga (6), Morrison (8), Bennett (7), Bacuna (6), Gunnarsson (7), Murphy (8), Mendez-Laing (9), Reid (7), Zohore (7).

Varamenn: Richards (5), Ward (5)

Maður leiksins: Nathaniel Mendez-Laing
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner