Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. maí 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Chimbonda bað um sölu inn í klefa - Hætti Man Utd við þess vegna?
Pascal Chimbonda í leik með Wigan.
Pascal Chimbonda í leik með Wigan.
Mynd: Getty Images
Pascal Chimbonda, fyrrum bakvörður Wigan og Tottenham er í ítarlegu viðtali hjá The Athletic í dag en þar fer hann yfir ferilinn.

Chimbonda var öflugur hjá Wigan tímabilið 2005/2006 og eftir að hafa heyrt af áhuga frá öðrum félögum ákvað hann að óska formlega eftir sölu inn í klefa eftir 4-2 tap gegn Arsenal í lokaumferðinni.

Paul Jewell, formaður Wigan, og Dave Whelan, formaður félagsins, fengu bréf í hendurnar frá Chimbonda inn í klefa og urðu brjálaðir þegar þeir sáu innihaldið.

„Ég sé mest eftir þessu. Þetta breytti miklu," sagði Chimbonda en hann hafði meðal annars verið orðaður við Manchester United í fjölmiðlum.

„Ef ég hefði ekki gert það sem ég gerði þá hefði ég kannski gengið í raðir Manchester United. Þegar ég gerði þessi mistök þá henti ég þeim möguleika frá mér. Man United vildi ekki fá einhvern sem gerir svona."

Chimbonda endaði á að fara til Tottenham á 4,5 milljónir punda í ágúst sama ár.
Athugasemdir
banner
banner