Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. maí 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn vildi sjá dómarann gera betur - Alfons á toppnum
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson virðist vera að finna ákveðinn stöðugleika með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Kolbeinn hefur þurft að herja mikla baráttu við meiðsli síðustu fimm árin og hefur hann ekki náð miklum takt í sinn leik. Hann samdi við sænska úrvalsdeildarfélagið Gautaborg fyrir tímabilið og er búinn að spila alla deildarleiki liðsins á tímabilinu. Þar af hefur hann byrjað fimm þeirra.

Hann og Marek Hamsik spiluðu báðir allan leikinn fyrir Gautaborg í dag, í markalausu jafntefli við Kalmar. Kolbeinn vildi fá víti í leiknum og hann hefur líklega eitthvað til síns máls þar. Hægt er að sjá myndband neðst í fréttinni.

„Hann fer í mig og ég get ekki náð boltanum. Þetta var augljós vítaspyrna og þetta er pirrandi," sagði Kolbeinn í sjónvarpsviðtali eftir leik. Hann vildi sjá dómarann gera betur í leiknum.

Gautaborg er í níunda sæti deildarinnar með sjö stig eftir sex leiki.

Varnarmaðurinn Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn þegar Hammarby vann 1-3 útisigur á Varberg. Hammarby er í þriðja sæti deildarinnar.

Valgeir Lunddal var ónotaður varamaður hjá Häcken í 2-3 tapi gegn Örebro. Óskar Sverrisson var ekki í hóp hjá Häcken. Aron Bjarnason var ekki í hóp hjá Sirius í 0-2 tapi gegn Elfsborg. Häcken er á botni deildarinnar með tvö stig og Sirius er í áttunda sæti með einu stigi meira en Gautaborg.

Íslendingaliðin fara vel af stað í Noregi
Norski boltinn er byrjaður að rúlla og tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í dag. Þessi tvö lið - Bodö/Glimt og Vålerenga - fara mjög vel af stað.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í hægri bakverði fyrir Noregsmeistara Bodö/Glimt í 0-2 útisigri á Kristiansund. Bodö/Glimt er á toppi deildarinnar með sex stig eftir tvo leiki.

Þá spilaði Viðar Örn Kjartansson 80 mínútur fyrir Vålerenga í 0-3 útisigri gegn Brann. Vålerenga er með fjögur stig í öðru sæti.

Markaleikur í Danmörku
Það var markaleikur í dönsku B-deildinni þegar tvö efstu lið deildarinnar, Viborg og Silkeborg áttust við.

Íslendingalið Silkeborg tók 3-0 forystu í leiknum en glutraði henni niður í seinni hálfleik. Patrik Sigurður Gunnarsson var í markinu hjá Silkeborg og Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðsvæðinu. Bæði lið eru komin upp úr deildinni og munu spila í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner