Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Messi tekjuhæsti íþróttamaður heims
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, framherji Paris Saint-Germain, er tekjuhæsti íþróttamaður heims. Forbes tekur saman listann en Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er einnig í topp tíu.

Það eru þrír fótboltamenn á topp tíu listanum því þar er einnig Brasilíumaðurinn Neymar, liðsfélagi Messi hjá PSG.

Listinn gildir fyrir tekjur á tímabilinu 1. maí 2021 til 1. maí 2022 og á honum eru aðeins starfandi íþróttamenn.

1. Lionel Messi ($130m)
2. LeBron James ($121.2m) - körfubolti
3. Cristiano Ronaldo ($115m)
4. Neymar ($95m)
5. Stephen Curry ($92.8m) - körfubolti
6. Kevin Durant ($92.1m) - körfubolti
7. Roger Federer ($90.7m) - tennis
8. Canelo Alvarez ($90m) - hnefaleikar
9. Tom Brady ($83.9m) - NFL
10. Giannis Antetokonmpo ($80.9m) - körfubolti
Athugasemdir
banner
banner
banner