mið 12. júní 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard sá besti sem Robertson hefur mætt í enska boltanum
Hazard og Robertson.
Hazard og Robertson.
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, hinn hæfileikaríki vinstri bakvörður Liverpool, segir að Eden Hazard sé líklega besti leikmaður sem hann hafi mætt í ensku úrvalsdeildinni.

Robertson mun ekki mæta Hazard oftar í ensku úrvalsdeildinni, ekki að minnsta kosti í bili, því Hazard er farinn til Real Madrid. Hann yfirgaf Chelsea og mun spila á Spáni næstu árin.

„Hann er örugglega besti leikmaður sem ég hef mætt í ensku úrvalsdeildinni. Hann á félagaskipti sín skilið og sömuleiðis allt það sem hrós sem hann fær," sagði Robertson.

„Hann er líklega einn besti leikmaður í heimi í dag."

Hinn 28 ára gamli Hazard var í sjö ár hjá Chelsea. Hann vann ensku úrvalsdeildina tvisvar og Evrópudeildina tvisvar.

Kaupverðið er talið nema 100 milljónum evra, eða 89 milljónum punda, Verðið getur farið upp í 130 milljónir punda með árangurstengdum bónusgreiðslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner