Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. júní 2021 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tvö ensk félög hafa áhuga á Kabak
Mynd: Getty Images
Með komu Ibrahima Konate til Liverpool ætlar félagið ekki að kaupa Ozan Kabak sem var á láni frá Schalke á síðustu leiktíð.

Þrátt fyrir það getur verið að hann muni vera áfram á Englandi. Schalke sem féll úr efstu deild í Þýskalandi vonast til að geta fengið góða summu fyrir leikmanninn eftir að hann hafi staðið sig vel hjá Liverpool.

Talið er að Leicester og Newcastle hafi áhuga á miðverðinum unga. Það er ljóst að hann sé á förum frá Schalke en spurningin er hvort hann verði áfram á Englandi eða leiti eitthvað annað.

Kabak tjáði sig um framtíð sína.

„Það kemur í ljós eftir EM hvað ég geri. Mig langar að vera í stóru liði í stórri deild. Ensku Úrvalsdeildinni eða efstu deild í Þýskalandi."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner