Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. júlí 2018 23:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
4. deild karla: Skallagrímur og Kórdrengir með sigra
Vatnaliljur töpuðu naumlega í kvöld.
Vatnaliljur töpuðu naumlega í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þrír leikir fóru fram í kvöld í 4. deild karla en einn leikur fór fram í B-riðli og tveir í D-riðli.

B-riðill
í B-riðli mættust Skallagrímur og Elliði. Liðin voru fyrir leikinn jöfn að stigum í 2. og 3. sæti riðilsins. Skallagrímur komst yfir á 20. mínútu leiksins og staðan í hálfleik var 0-1. Skallagrímur sett í annan gír í seinni hálfleik, skoraði þrjú mörk og skellti sér upp fyrir Elliða í 2. sæti deildarinnar.

Elliði 0-4 Skallagrímur
0-1 Guillermo Gonzalez Lamarca ('20)
0-2 Sæmundur Sven A Schepsky (sjálfsmark) ('50)
0-3 Kristinn Aron Hjartarson ('70)
0-4 Viktor Ingi Jakobsson ('85)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

D-riðill
Í D-riðli voru tveir leikir á dagskrá. Vatnaliljurnar fengu Kórdrengi í heimsókn í hörkuleik. Kórdrengir komust alls þrisvar yfir í leiknum en í fyrri tvö skipting sýndu Vatnaliljurnar seiglu og tókst að jafna. Sigurmarkið kom þó á 67. mínútu en sigurinn var mikilvægur fyrir Kórdrengi sem eru nú komnir með 16 stig í toppsæti riðilsins.

Þá áttust við lið Kríu og Léttis. Davíð Már kom Létti yfir á 39. mínútu en Aron Gauti jafnaði fyrir Kríu á þeirri 45. Í síðari hálfleik fékk Ísak Einarsson, leikmaður Kríu rautt spjald og við það efldust Léttismenn. Sigurmarkið kom á 73. mínútu en þar var að verki Ari Viðarsson. Mikilvægur sigur fyrir Létti.

Vatnaliljurnar 2-3 Kórdrengir
0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson ('9)
1-1 Bjarki Steinar Björnsson ('20)
1-2 Axel Andri Antonsson ('24)
2-2 Andri Stefán Bjarnason ('60)
2-3 Abdel-Farid Zato-Arouna ('67)
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net

Kría 1-2 Léttir
0-1 Davíð Már Stefánsson
1-1 Aron Gauti Kristjánsson
1-2 Ari Viðarsson
Úrslit og markaskorar á Úrslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner