Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. júlí 2019 10:04
Magnús Már Einarsson
Peter Crouch leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Framherjinn hávaxni Peter Crouch hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 38 ára að aldri.

Crouch spilaði með Burnley síðari hlutann á síðasta tímabili en samningur hans þar rann út á dögunum.

„Eftir mikla umhugsun í sumar þá hef ég ákveðið að hætta í fótbolta !" sagði Crouch á Twitter í dag.

„Yndislegi leikurinn hefur gefið mér allt. Ég er svo þakklátur öllum sem hafa hjálpað mér að komast þangað og hjálpað mér að vera svona lengi í leiknum."

Crouch kom víða við á ferlinum en hann spilaði meðal annars með Liverpool og Tottenham.

Crouch skoraði einnig 22 mörk í 42 leikjum með enska landsliðinu á árunum 2005 til 2010.

Neðst í fréttinni má sjá skemmtilegar myndir frá ferli Crouch

Félagsliðaferill Peter Crouch
1998-2000 Tottenham 0 leikir
2000 Dulwich Hamlet (lán) 1 mark í 6 leikjum
2000 IFK Hässleholm (lán) 3 mörk í 8 leikjum
2000–2001 Queens Park Rangers 10 mörk í 42 leikjum
2001–2002 Portsmouth 18 mörk í 37 leikjum
2002–2004 Aston Villa 6 mörk í 43 leikjum
2003 Norwich City (Lán) 4 mörk í 15 leikjum
2004–2005 Southampton 15 mörk í 30 leikjum
2005–2008 Liverpool 42 mörk í 135 leikjum
2008–2009 Portsmouth 15 mörk í 49 leikjum
2009–2011 Tottenham Hotspur 24 mörk í 93 leikjum
2011–2019 Stoke City 61 mark í 261 leik
2019 Burnley 6 leikir
Hér að neðan má sjá fleiri myndir frá litríkum ferli Crouch.


Athugasemdir
banner
banner
banner