Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
banner
   fös 12. júlí 2024 20:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Natasha: Æði að heyra í öllum stelpunum öskra okkur áfram
Icelandair
Natasha með dóttur sína eftir leik.
Natasha með dóttur sína eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Átti frábæran leik.
Átti frábæran leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður mjög vel, er ótrúlega þreytt en líður svo vel að við séum komnar á EM," sagði Natasha Anasi, eftir sigurinn á Þýskalandi í kvöld. Með sigrinum er sætið á EM tryggt; Ísland verður í Sviss næsta sumar.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og við að spila gegn heimsklassa leikmönnum. Við gerðum mjög vel, vörðumst frábærlega og náum að skora þrjú mörk sem er stórkostlegt. Það er mjög gott að halda hreinu. Það sáu allir björgunina hjá Glódísi, svakaleg björgun."

„Ég get ekki útskýrt þær tilfinningar sem ég er að upplifa, ég veit ekki hvað ég á að segja. Geggjað að tryggja sætið á EM."


Natasha byrjaði nokkuð óvænt í leiknum. „Það kom smá á óvart, ef ég er alveg hreinskilinn en Steini var búinn að tala við mig og láta mig vita hvað planið var. Það var æði að fá traustið og ég var mjög ánægð að byrja þennan leik."

Hún lék síðast með landsliðinu í febrúar 2022. Í fyrra gat hún ekki spilað vegna meiðsla en er nú mætt aftur.

„Já, það er rosalega gott að vera komin aftur og byrja leik. Það er ekki gefins að gera það og ég er ánægð með það."

„Þetta er stórkostlegt lið, við erum með ótrúlega góða leikmenn og mér fannst við sýna okkar réttu hliðar í dag. Við getum alveg spilað og keppt við eitt besta landslið í heiminum."


Glódís Perla og Ingibjörg voru frábærar við hlið Natöshu í leiknum. „Þær voru geggjaðar, það var ótrúlega þægilegt að spila vinstri bakvörð með þessar tvær fyrir aftan sig."

„Nei, ég hef ekki oft spilað þessa stöðu, en ég er vön að spila vinstra megin í þriggja manna vörn. Það var ekki svakaleg breyitng frá því."

„Mér fannst það, einn af mínum styrkleikum er að fara einn á móti einum og verjast. Ég reyndi að stíga þær út og verjast þannig og mér fannst það ganga vel."


Stuðningurinn úr stúkunni var til fyrirmyndar, stelpurnar á Símamótinu fjölmenntu á Laugardalsvöll og studdu liðið vel.

„Það var æði. Við vorum pínu hrædd með að það yrðu ekki svo margir á leiknum, en þetta var stórkostleg mæting. Að heyra í öllum þessum stelpum af Símamótinu að öskra okkur áfram, það gaf okkur svo mikið. Þetta var æði," sagði Natasha sem ætlar að fagna áfram fram vel fram á kvöld.
Athugasemdir
banner