Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 12. ágúst 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Ferdinand: Sancho er besti ungi leikmaður heims
Jadon Sancho fær sér vatnssopa.
Jadon Sancho fær sér vatnssopa.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand segir að Jadon Sancho sé besti ungi leikmaður heims og að Manchester United þurfi að kaupa toppstjörnur.

Sancho er efstur á óskalista United en Dortmund segir að hann verði ekki seldur.

„Manchester United á að vera í baráttu um bestu leikmennina á markaðnum," segir Ferdinand, fyrrum varnarmaður United.

„Sancho er besti ungi leikmaður heims. Hann er magnaður. Hann mun klárlega styrkja United mikið ef hann kemur. Manchester United þarf að fá toppleikmenn sem hafa áhrif á byrjunarliðið og Sancho fellur í þann flokk."

„Ef horft er yfir mestu velgengnisár United þá voru leikmenn í samkeppni um allar stöður. Ef það voru skiptingar þá döluðu gæðin ekkert."

Ferdinand vann sex úrvalsdeildartitla með United auk þess að lyfta Meistaradeildarbikarnum 2008.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn Man Utd svara: Kemur Sancho í sumar?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner