Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. ágúst 2022 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Ein af lausnunum við meiðslum er félagsskiptamarkaðurinn
Klopp
Klopp
Mynd: EPA
Thiago meiddist
Thiago meiddist
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace á mánudagskvöld.

Klopp var spurður út í meiðsli í hópnum. Thiago Alcantara meiddist gegn Fulham í opnunarleiknum og verður frá í 4-6 vikur. Klopp vonast eftir fjórum.

„Ég er ánægður með styrkleika, stærðina og gæðin í hópnum mínum en við erum með meiðsli. Ein af mögulegum lausnum er félagaskiptamarkaðurinn, en kaup á leikmanni eru bara rökrétt ef það er hægt að fá rétta leikmanninn. Það þarf að sækja rétta leikmanninn en ekki bara einhvern leikmann."

„Stundum er það ekki hægt, stundum er það mjög erfitt. Allar lausnirnar eru í hópnum. Við erum að glíma við of mikil meiðsli, klárlega. Það eru leikmenn að koma til baka. Naby Keita kemur til baka og Konstantinos Tsimikas gæti verið klár. Svoleðis er staðan."


Sjá einnig:
Carragher: Engin ástæða fyrir Liverpool að panikka

Fyrir leikinn við Fulham voru þeir Diogo Jota, Curtis Jones, Alex Oxlade-Chamberlain, Ibrahima Konate og Caoimhin Kelleher á meiðslalistanum og Thiago bættist við eftir leik.

Klopp sagði þá frá því að Harvey Elliott gæti komið inn í byrjunarliðið gegn Palace. Í lok fundar var hann svo spurður út í undirbúninginn fyrir þann leik.

„Þú getur ekki spilað 64 leiki og verið betra liðið í allar 90 mínúturnar. Þú spilar 64 leiki og þú verður einhvern veginn að berjast í gegnum þá. Í hverri viku mætiru öðru liði og þú verður að vera tilbúinn fyrir alla andstæðinga."
Athugasemdir
banner
banner
banner