
Heimamenn í Njarðvík tóku á móti Vestra á Rafholtsvellinum þegar 16.umferð Lengjudeildarinnar hélt áfram göngu sinni.
Bæði lið hafa verið á flottu skriði fyrir þennan leik en heimamenn í Njarðvík höfðu unnið síðustu tvo leiki sína fram að þessum og voru Vestri taplausir í sínum síðustu sex leikjum.
Lestu um leikinn: Njarðvík 2 - 0 Vestri
„Frábært og virkilega ánægður með strákana. Attitute-ið í þeim, karakterinn að halda þessu og mæta þessu sterka liði Vestra sem spilaði bara fínan fótbolta inn á milli." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.
„Við komum vel út og vissum nákvæmlega hvað þeir myndu gera og náum einu marki, góðu marki og þegar Marc meiðist þá þurfum við aðeins að fara hreyfa liðið til og þá koma þeir aðeins inn í leikinn aftur en svona seinni hálfleikurinn og fleirra þá var þetta svolítið bara svona að við vissum að þeir gætu alveg fengið að vera með boltann en vissum að það myndi lítið gerast og við þyrftum bara að nýta þessi tækifæri sem að við myndum fá og Rafa skorar svo aftur með hausnum í seinni hálfleik og eftir það fannst mér svolítið vindurinn farinn úr þeim."
Aðspurður um það hvort hann taldi þetta vera iðnaðarsigur var Gunnar Heiðar sammála því.
„Já ég myndi segja það. Við þurftum að hafa helling fyrir þessu og ég er gríðarlega stoltur af strákunum og þó að við viljum spila fótbolta að þá þarf stundum að taka þessa iðnaðarsigra og við vitum það að á móti liði eins og Vestra þá þarftu að vera með iðnaðinn í lagi ef þú ætlar að match-a þetta sem að þeir koma með."
Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |