Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
banner
   mán 12. ágúst 2024 21:14
Sölvi Haraldsson
Héldu hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu - „Búinn að gleyma því“
Jói Bjarna.
Jói Bjarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mikill léttir. Frábærlega spilað hjá strákunum. Það hafa verið flottar frammistöður í seinustu leikjum en við eigum bara eftir að halda hreinu og verjast betur sem lið, við gerðum það í dag.“ sagði Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur KR á FH. Fyrsti sigur KR síðan 20. maí sem kom gegn FH einnig.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Jóa síðan í maí.

Ég kom inn á á móti KA en fyrsti leikurinn minn átti að vera á móti HK en það var blásið af. Fyrsti leikurinn og ég náði að spila 90 mínútur, bara geðveikt.

Hvað skóp sigurinn í dag að mati Jóa?

Við verjumst vel sem lið. Þegar þú verst vel sem lið kemur oftar en ekki eitthvað gott fram á við. Því meira sem þú verst vel, því meira trúir þú. Ég held að það sé lykillinn í dag. Góður varnarleikur. Þá kemur allt hitt.

Þetta er fyrsti leikur KR á tímabilinu þar sem þeir halda hreinu.

Það er mikilvægt. Ég var búinn að gleyma því. Við þurfum að venja okkur á það að einbeita okkur á varnarleikinn og gera það almennilega. Þá verðum við flottir.“

Eitt helsta umræðuefnið fyrir leikinn í dag var endurkoma Ósakrs Hrafns í KR. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins núna í einhvern tíma. Finnur Jóhannes fyrir einhverri breytingu í hópnum eftir komu Óskars?

Það er alltaf að fá nýjar raddir inn. Óskar hefur sannað sig vel í þessari deild. Hann hefur hjálpað mér fullt. Pálmi og Fúsi líka. Þeir eru bara allir búnir að vera flottir síðan þeir tóku við.“ sagði Jóhannes.

Viðtalið við Jóa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner