Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mán 12. ágúst 2024 21:14
Sölvi Haraldsson
Héldu hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu - „Búinn að gleyma því“
Jói Bjarna.
Jói Bjarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er mikill léttir. Frábærlega spilað hjá strákunum. Það hafa verið flottar frammistöður í seinustu leikjum en við eigum bara eftir að halda hreinu og verjast betur sem lið, við gerðum það í dag.“ sagði Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigur KR á FH. Fyrsti sigur KR síðan 20. maí sem kom gegn FH einnig.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Jóa síðan í maí.

Ég kom inn á á móti KA en fyrsti leikurinn minn átti að vera á móti HK en það var blásið af. Fyrsti leikurinn og ég náði að spila 90 mínútur, bara geðveikt.

Hvað skóp sigurinn í dag að mati Jóa?

Við verjumst vel sem lið. Þegar þú verst vel sem lið kemur oftar en ekki eitthvað gott fram á við. Því meira sem þú verst vel, því meira trúir þú. Ég held að það sé lykillinn í dag. Góður varnarleikur. Þá kemur allt hitt.

Þetta er fyrsti leikur KR á tímabilinu þar sem þeir halda hreinu.

Það er mikilvægt. Ég var búinn að gleyma því. Við þurfum að venja okkur á það að einbeita okkur á varnarleikinn og gera það almennilega. Þá verðum við flottir.“

Eitt helsta umræðuefnið fyrir leikinn í dag var endurkoma Ósakrs Hrafns í KR. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins núna í einhvern tíma. Finnur Jóhannes fyrir einhverri breytingu í hópnum eftir komu Óskars?

Það er alltaf að fá nýjar raddir inn. Óskar hefur sannað sig vel í þessari deild. Hann hefur hjálpað mér fullt. Pálmi og Fúsi líka. Þeir eru bara allir búnir að vera flottir síðan þeir tóku við.“ sagði Jóhannes.

Viðtalið við Jóa í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner