„Nei það er ekki rétt metið hjá þér. Ég hefði viljað sjá okkur yfirvegaðari í góðum stöðum, síðasta sending aðeins betri, ákvörðunartaka aðeins betri, herslumunin að klára góðar stöður. Það var aðallega það sem ég var ósáttur við í fyrri hálfleik en ég var alls ekki ósáttur við fyrri hálfleikinn" sagði kátur Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir mikilvægan 1 - 0 sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld á Akranesi.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Fram
„Þetta skipti gríðarlega miklu máli og mér fannst leikurinn einkennast af því. Við komumst yfir snemma í seinni hálfleik og við hörkum þetta út í seinni hálfleiknum og mér fannst það sjást á liðinu að það er langt síðan við höfum unnið, hve mikið við vildum þetta og þá fer maður oft á tíðum að bíða eftir lokaflautinu"
„Þú þráir þennan sigur loksins og teljum okkur hafa átt meira skilið í síðustu þremur leikjum en svona er þetta og sigurinn kom í dag og við erum gríðarlega ánægðir með það"
Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan. Meðal annars um leikmann sem er að fara á láni frá ÍA og Rúnar Má.