,,Þetta var erfiður leikur, Fylkismennirnir eru með gott lið og þetta var mjög tæpt en sem betur fer náðum við að pota inn einu marki í lokin," sagði Davíð Þór Viðarson miðjumaður FH eftir 0-1 sigur liðsins á Fylki í Árbænum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 1 FH
Í fyrri hálfleiknum lá Davíði Þór í grasinu eftir samstuð við Ásgeir Börk Ásgeirsson miðjumann Fylkis. Hvað gerðist þá?
,,Hann er að skýla boltanum og setur höndina út og ég fæ olnbogann á honum í hökuna á mér eða hálsinn á mér. Ég var ekki að biðja um rautt spjald, alls ekki, þetta var bara slys."
Davíð Þór fékk áminningu í fyrri hálfleik frá Magnúsi Þórissyni dómara en eftir að skipt var um dómara dæmdi Erlendur Eiríksson ekkert á samskonar brot Davíðs í síðari hálfleik.
,,Ég vil meina að hann var greinilega orðinn meiddur þegar hann spjaldaði mig. Mér fannst ekki mikið að þessari tæklingu. Það er munur á dómurum svo ég fíla Ella betur."
Nánar er rætt við Davíð Þór í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir























