Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. október 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
The Sun: Lampard mun funda með Newcastle
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
The Sun segir að Frank Lampard sé líklegastur til að taka við af Steve Bruce sem stjóri Newcastle.

Sagt er að þessi fyrrum stjóri Chelsea muni funda með Newcastle í vikunni en tímaspursmál er hvenær tilkynnt verður að Bruce hafi verið rekinn.

Sádi-Arabarnir sem keyptu Newcastle hyggjast skipta um stjóra í brúnni en Amanda Staveley sem á 10% í félaginu heimsótti æfingasvæðið í gær og hitti Bruce og leikmenn.

Lampard hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Chelsea í janúar. Hann entist 18 mánuði í stjórastarfinu á Stamford Bridge.

Aðrir sem hafa verið orðaðir við stjórastarfið hjá Newcastle eru meðal annars Lucien Favre, fyrrum stjóri Dortmund, og Steven Gerrard sem stýrði Rangers til Skotlandsmeistaratitils.

Þá hafa Graham Potter, stjóri Brighton, og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, einnig verið nefndir við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner