Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   lau 12. október 2024 14:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carsley: Vonandi verð ég áfram með U21

Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins, sækist ekki eftir því að taka alfarið við liðinu.


Carsley er þjálfari U21 landsliðs Englands en tók við aðalliðinu til bráðabirgða þegar Gareth Southgate hætti eftir EM í sumar. Carsley á eftir að stýra þremur leikjum áður en hann stígur til hliðar.

Carsley vann fyrstu tvo leiki sína en tapaði gegn Grikklandi í vikunni.

„Ég var hissa á umræðunni eftir síðasta glugga að ég ætti að vera þjálfarinn til frambúðar. Ég sagðist ætla að taka þrjá glugga og svo fer ég vonandi aftur í U21," sagði Carsley.

England heimsækir Finnland í Þjóðadeildinni á morgun.


Athugasemdir
banner