Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 12. nóvember 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Espirito Santo: Lengri uppbótartími hefði komið sér vel
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, er stoltur af sínum mönnum eftir að hafa náð góðu jafntefli gegn Arsenal á Emirates.

Ivan Cavaleiro kom Úlfunum yfir í fyrri hálfleik og náðu heimamenn ekki að jafna fyrr en undir lokin.

„Við erum stoltir að hafa komið á Emirates og spilað svona vel. Meira að segja eftir að Arsenal náði að jafna leikinn þá fengum við bestu færin," sagði Espirito Santo.

Unai Emery, stjóri Arsenal, og Bernd Leno, markvörður liðsins, sögðu í viðtali eftir leikinn að þeir hefðu viljað fá meiri uppbótartíma til að geta potað inn sigurmarki.

„Ég veit að Arsenal vildi meiri uppbótartíma. Það hefði kannski komið sér betur fyrir okkur því við vorum hættulegir í leiknum."
Athugasemdir
banner
banner
banner