Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Sálfræðingur átti hugmyndina um að kjósa fyrirliða Arsenal
Unai Emery stjóri Arsenal.
Unai Emery stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, ákvað á dögunum að taka fyrirliðabandið af Granit Xhaka eftir viðbrögð hans við skiptingu í leik gegn Crystal Palace.

Pierre-Emerick Aubameyang tók í kjölfarið við sem fyrirliði en mikil umræða hefur verið í kringum fyrirliðabandið hjá Arsenal undanfarna daga.

Emery hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að velja ekki sjálfur fyrirliða en í sumar var kosning á meðal leikmanna Arsenal þar sem Xhaka var kosinn fyrirliði.

Nú hefur hins vegar komið upp á yfirborðið að það var ekki hugmynd Emery að kjósa um fyrirliða.

David Priestley, sálfræðingur Arsenal, ku hafa átt hugmyndina en Emery hefur hins vegar fengið mikla gagnrýni fyrir kosninguna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner