Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   þri 12. nóvember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Sálfræðingur átti hugmyndina um að kjósa fyrirliða Arsenal
Unai Emery, stjóri Arsenal, ákvað á dögunum að taka fyrirliðabandið af Granit Xhaka eftir viðbrögð hans við skiptingu í leik gegn Crystal Palace.

Pierre-Emerick Aubameyang tók í kjölfarið við sem fyrirliði en mikil umræða hefur verið í kringum fyrirliðabandið hjá Arsenal undanfarna daga.

Emery hefur meðal annars verið harðlega gagnrýndur fyrir að velja ekki sjálfur fyrirliða en í sumar var kosning á meðal leikmanna Arsenal þar sem Xhaka var kosinn fyrirliði.

Nú hefur hins vegar komið upp á yfirborðið að það var ekki hugmynd Emery að kjósa um fyrirliða.

David Priestley, sálfræðingur Arsenal, ku hafa átt hugmyndina en Emery hefur hins vegar fengið mikla gagnrýni fyrir kosninguna.
Athugasemdir