Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Chong hafa hafnað nýjum samning hjá Man Utd
Mynd: Getty Images
Daily Mail og Mirror eru meðal fjölmiðla sem greina frá því að Tahith Chong hafi hafnað samningstilboði frá Manchester United.

Chong er 19 ára kantmaður frá Hollandi og rennur samningur hans við Rauðu djöflana út næsta sumar.

Calciomercato greindi upphaflega frá þessu og kemur þar fram að Juventus sé að íhuga að stela Chong á frjálsri sölu eftir tímabilið.

Chong hefur komið við sögu í 8 keppnisleikjum fyrir aðallið Man Utd og á 45 leiki að baki fyrir yngri landslið Holands.

Chong hefur þó áhuga á að vera áfram hjá Man Utd en er sammála umboðsmanni sínum að hann eigi skilið betri samning en verið er að bjóða honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner