Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 12. nóvember 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Guðjón íhugaði að hætta: „Kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR"
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Um leið og ég spjallaði við Rúnar Kristins gekk þetta hratt og vel fyrir sig," sagði framherjinn Guðjón Baldvinsson við Fótbolta.net í dag en hann gekk í gær til liðs við KR á nýjan leik.

Hinn 34 ára gamli Guðjón yfirgaf uppeldisfélag sitt Stjörnuna í síðustu viku.

„Þetta eru allt vinir mínir og það var gert í góðu. Það var mikilvægt að það yrði gert í góðu. Ég bý í Garðabæ og sonur minn æfir þarna svo ég er daglegur gestur á Stjörnusvæðinu. Það var vel staðið að þessu öllu og við skildum sáttir," sagði Guðjón.

„Mér fannst ég ekki hafa sýnt mitt rétta andlit undanfarin ár og eiga meira inni. Þá er oft gott að hrista upp í hlutunm og prófa eitthvað nýtt, breyta um umhverfi og sjá hverju það skilar."

Guðjón segist hafa íhugað að leggja skóna á hilluna en á endanum ákvað hann að taka slaginn með KR.

„Það hvarflaði að mér í sumar. Þetta var þungt og leiðinleg tímabil. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli og ekki náð að sýna mitt rétta andlit. Það kom til greina að hætta á ákveðnum tímapunkti en það kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR."

„Ég hef unnið með Bjarna (Guðjónssyni) og Rúnari áður en ég fór út. Það rifjaði upp gamlar góðar minningar. Það er frábært að vinna með þeim. Það er alltaf gaman og gott að vera í KR. Það kom eitthvað yfir mig sem kveikti í þessum neista sem var aðeins að slökkna."


Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner