Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 12. nóvember 2020 15:45
Magnús Már Einarsson
Guðjón íhugaði að hætta: „Kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR"
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Guðjón á skrifstofu Fótbolta.net í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Um leið og ég spjallaði við Rúnar Kristins gekk þetta hratt og vel fyrir sig," sagði framherjinn Guðjón Baldvinsson við Fótbolta.net í dag en hann gekk í gær til liðs við KR á nýjan leik.

Hinn 34 ára gamli Guðjón yfirgaf uppeldisfélag sitt Stjörnuna í síðustu viku.

„Þetta eru allt vinir mínir og það var gert í góðu. Það var mikilvægt að það yrði gert í góðu. Ég bý í Garðabæ og sonur minn æfir þarna svo ég er daglegur gestur á Stjörnusvæðinu. Það var vel staðið að þessu öllu og við skildum sáttir," sagði Guðjón.

„Mér fannst ég ekki hafa sýnt mitt rétta andlit undanfarin ár og eiga meira inni. Þá er oft gott að hrista upp í hlutunm og prófa eitthvað nýtt, breyta um umhverfi og sjá hverju það skilar."

Guðjón segist hafa íhugað að leggja skóna á hilluna en á endanum ákvað hann að taka slaginn með KR.

„Það hvarflaði að mér í sumar. Þetta var þungt og leiðinleg tímabil. Ég hef verið smá óheppinn með meiðsli og ekki náð að sýna mitt rétta andlit. Það kom til greina að hætta á ákveðnum tímapunkti en það kviknaði neisti þegar ég spjallaði við KR."

„Ég hef unnið með Bjarna (Guðjónssyni) og Rúnari áður en ég fór út. Það rifjaði upp gamlar góðar minningar. Það er frábært að vinna með þeim. Það er alltaf gaman og gott að vera í KR. Það kom eitthvað yfir mig sem kveikti í þessum neista sem var aðeins að slökkna."


Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner