Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo vill ekki mæta Real strax
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo gaf kost á sér í viðtal eftir 0-2 sigur Juventus gegn Bayer Leverkusen í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Juve var búið að vinna D-riðilinn fyrir upphafsflautið.

Að leikslokum var Ronaldo spurður hvort hann væri til í að mæta fyrrum liðsfélögum sínum í Real Madrid í 16-liða úrslitum. Real endaði í öðru sæti A-riðils og getur því mætt Juve strax í næstu umferð, en dregið verður næsta mánudag.

„Real Madrid er frábært lið en ég vil ekki mæta þeim strax. Ég vil mæta þeim í úrslitaleiknum," sagði Ronaldo, sem var svo spurður út í lífið á Ítalíu og meiðslavandræði sem hafa verið að hrjá hann.

„Mér líður vel líkamlega, meiðslin eru partur af fortíðinni. Mér líður mjög vel hjá Juve og ég nýt þess í botn að spila með Dybala og Higuain."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner