Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. janúar 2019 15:11
Ívan Guðjón Baldursson
Giuseppe Rossi fær að æfa með Man Utd
Mynd: Getty Images
Giuseppe Rossi og Ole Gunnar Solskjær eru góðir vinir eftir tíma þeirra saman hjá Manchester United frá 2004 til 2007.

Rossi var fenginn til Man Utd þegar hann var sautján ára gamall en var á endanum seldur til Villarreal fyrir 10 milljónir evra.

Rossi gerði mjög vel á fyrstu árunum hjá Villarreal en alvarleg meiðsli á krossbandi á hné lituðu síðustu árin á Spáni og var hann seldur til Fiorentina í janúar 2013.

Rossi fór vel af stað með Fiorentina enda svakalegur markaskorari en meiðsli settu strik í reikninginn og gerði Rossi 16 mörk í 33 deildarleikjum á fjórum árum hjá félaginu.

Í dag er Rossi 31 árs gamall, samningslaus og að koma til baka eftir enn ein meiðslin. Hann er í stöðugu sambandi við Solskjær sem bauð honum að koma að æfa með Man Utd og var Rossi ekki lengi að samþykkja það.
Athugasemdir
banner
banner