Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. janúar 2022 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
El Ghazi til Everton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Anwar El Ghazi er genginn í raðir Everton á láni frá Aston Villa út yfirstandandi keppnistímabil.

El Ghazi er 26 ára vængmaður sem hefur komið sögu í tólf leikjum með Villa á tímabilinu og skorað þrjú mörk.

Vængmaðurinn hefur verið hjá Aston Villa frá árinu 2018 og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeild á sínu fyrsta tímabili með því að skora mikilvægt mark í úrslitaleik umspilsins.

Hann skoraði fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og svo ellefu mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili.

El Ghazi er Hollendingur sem á að baki tvo landsleiki. Hann kom frá Lille en hefur einnig leikið með Ajax. Hann er uppalinn í Hollandi og gat valið milli þess að spila fyrir Morokkó eða Holland.

Fabrizio Romano hefur sagt frá því að Everton geti keypt leikmanninn á um tíu milljónir evra að lánssamningi loknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner