Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. janúar 2022 13:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle og Dortmund býðst að fá Donny
Mynd: EPA
Newcastle United og Borussia Dortmund hafa tækifæri á að fá Donny van de Beek í sínar raðir í janúar samkvæmt heimildum ManchesterEveningNews.

Hollenski miðjumaðurinn færi á láni ef annað hvort félagið ákveður að stökkva á þetta tækifæri.

Donny hefur ekki fengið mikið af tækifærum í liði Manchester United, einungis komið við sögu í þrettán leikjum í öllum keppnum og framtíð hans virðist vera í óvissu.

Hann hefur byrjað fjóra leiki fyrir Man Utd í deildinni frá því hann kom til félagsins frá Ajax haustið 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner