Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. febrúar 2019 22:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Eina vandamálið að geta bara spilað með 11
Mynd: Getty Images
„Þetta var frábær seinni hálfleikur," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, eftir 3-0 sigur gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þetta var fyrri leikur liðanna og er því Tottenham í frábærum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi.

Öll þrjú mörk Tottenham í kvöld komu í síðari hálfleiknum.

„Fyrri hálfleikurinn var erfiður. Þetta var erfiður leikur frá byrjun. Þegar við skoruðum spiluðum við með meira sjálfstraust."

„Í hálfleik töluðum við um varnarstöður okkar og breyttum örlitlu. Stundum virka hlutirnir og stundum ekki. Ég vildi taka bestu ákvörðunina svo við myndum spila sem best. Þetta var frábær leikur."

Pochettino er ekkert að koma með neinar stórar yfirlýsingar þrátt fyrir flottan sigur í kvöld.

„Það er alltaf erfitt að spila í þessari keppni gegn eins góðu liði og Dortmund. Við eigum enn verk að vinna."

„Við erum með marga hæfileikaríka leikmenn. Við erum með ótrúlegan hóp. Ég er sáttur með alla mína leikmenn. Eina vandamálið er að við getum bara spilað með 11, ekki 22."
Athugasemdir
banner
banner
banner