Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
   fim 13. febrúar 2025 21:26
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings, eftir sögulegan sigur liðsins gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Í stöðunni 1-0 vissum við að við þurftum að liggja aðeins til baka. Svo fór þetta í 2-0 og svo 2-1 sem mér fannst ekki vera víti því miður. Síðan vildum við fá þriðja markið inn en svona er fótbolti, maður getur ekki fengið allt í heiminum," sagði Danijel.

Víkingur var nálægt því að bæta við þriðja markinu undir lokin.

„Við spörum þetta fyrir útileikinn, við eigum inni, hann verður aðeins öðruvísi en ég hef fulla trú á þessu liði fyrir hann. Við erum ekki búnir, þetta er ekki okkar stoppistöð, við ætlum að halda áfram að skrifa söguna ennþá meira," sagði Danijel.

Panathinaikos er mun stærra félag en Víkingur en liðið þekkir vel að spila í Evrópukeppni. Það fór því í taugarnar á þeim að lenda í vandræðum með íslenska liðið.

„Við höfum fundið fyrir þessu í Bestu deildinni, þegar þú ert stóra liðið þá á maður að vinna. Þá pirrast maður ótrúlega oft á litlu hlutunum og þeir gerðu það, í fyrsta sinn sem við vorum minna liðið og vorum að vinna," sagði Danijel.

Danijel var ánægður með stuðninginn í Helsinki en hann minntist á bróður sinn Nikola Dejan Djuric sem var í stúkunni.

„Þetta var geggjað sérstaklega þegar maður var á bekknum. Þá heyrði maður skellinn upp á varamannabekknum ef dómarinn gerði eitthvað, maður hugsaði bara 'hvað er að gerast er maður mættur í einhverja klikkun'. Svo leit maður upp og þá voru þetta bara 200 manns en leið eins og þetta væru fimm þúsund. Það er gaman að fá stuðningsmennina og maður heyrir líka í brósa öskra, það var geggjað," sagði Danijel.
Athugasemdir
banner
banner