Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. mars 2019 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Fabinho á bekkinn
Mynd: Getty Images
Það eru tveir afar spennandi leikir á dagskrá í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þar sem FC Bayern tekur á móti Liverpool í risaslag á meðan Barcelona mætir Lyon.

Fyrri umferðinni lauk með markalausum jafnteflum og því er allt galopið í kvöld.

Bæjarar mæta með sterkt byrjunarlið þar sem má finna sprækan Serge Gnabry og reyndan Franck Ribery á sitthvorum kantinum með Robert Lewandowski frammi og James Rodriguez þar fyrir aftan.

Jürgen Klopp ákvað að velja Fabinho ekki í byrjunarlið Liverpool þrátt fyrir góðar frammistöður hans að undanförnu. James Milner byrjar því á miðjunni ásamt Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum. Joel Matip byrjar þá við hlið Virgil van Dijk og heldur Dejan Lovren á bekknum.

Börsungar tefla fram öflugu liði gegn Lyon þar sem Philippe Coutinho byrjar á kantinum og myndar öfluga sóknarlínu ásamt Lionel Messi og Luis Suarez.

Lyon mætir til leiks með fimm manna varnarlínu og er Nabil Fekir á sínum stað í liðinu rétt eins og Memphis Depay.

FC Bayern: Neuer, Rafinha, Sule, Hummels, Alaba, Javi Martinez, Thiago, Gnabry, J.Rodriguez, Ribery, Lewandowski

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Milner, Wijnaldum, Henderson, Mane, Salah, Firmino
Varamenn: Mignolet, Fabinho, Lovren, Sturridge, Lallana, Shaqiri, Origi.



Barcelona: Ter Stegen, S.Roberto, Pique, Lenglet, Alba, Busquets, Arthur, Rakitic, Coutinho, Messi, Suarez

Lyon: Lopes, Dubois, Denayer, Marcelo, Marçal, Mendy, Tousart, Fékir, N'Dombélé, M.Dembélé, Memphis.
Athugasemdir
banner
banner