Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
   lau 13. apríl 2024 18:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haddi: Gefum of einföld mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 FH

„Við töpum í hörku fótboltaleik, jafn og opinn leikur, fimm mörk og hefðu sannarlega geta verið fleiri. Ég er svekktur með tapið og svekktur að fá þrjú mörk á okkur á heimavelli," sagði Haddi.

Haddi var gríðarlega svekktur með varnarleik liðsins.

„Planið virkaði allavega ekki varnarlega. Við gefum of einföld mörk. Við byrjum flott síðan taka þeir aðeins yfir. Við sköpuðum nóg til að vinna á heimavelli, skutum í slá, klúðrum dauðafæri í lokin, skorum tvö mörk en að fá á sig þrjú mörk er eitthvað sem við viljum vera þekktir fyrir," sagði Haddi.

„Við jöfnum í byrjun seinni hálfleiks og það er móment með okkur. Erum að sækja og sækja en svo kemur mark eiginlega úr engu. Það var smá högg en við héldum áfram og sköpum dauðafæri og hefðum getað fengið eitthvað út úr þessum leik. Það breytir því ekki að við þurfum að gera betur varnarlega sem lið."


Athugasemdir
banner