Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. maí 2021 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Fyrsti sigur Orra kom gegn fyrrverandi félagi hans
Lengjudeildin
Þórsarar eru komnir á blað.
Þórsarar eru komnir á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Josip Zeba skoraði og fékk rautt.
Josip Zeba skoraði og fékk rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 4 - 1 Grindavík
1-0 Jakob Snær Árnason ('12 )
2-0 Fannar Daði Malmquist Gíslason ('15 )
2-1 Josip Zeba ('18 )
3-1 Bjarki Þór Viðarsson ('22 )
4-1 Guðni Sigþórsson ('45 )
Rautt spjald: Josip Zeba, Grindavík ('62)
Lestu nánar um leikinn

Þór vann sinn fyrsta sigur í Lengjudeildinni í sumar þegar Grindavík kom í heimsókn í Þorpið. Þetta er fyrsti sigur Orra Freys Hjaltalín sem þjálfara Þórs í deildarkeppni og kemur sigurinn gegn félagi sem hann þekkir vel, Grindavík. Orri spilaði með Grindavík við góðan orðstír frá 2004 til 2011.

Þór tapaði gegn Gróttu í fyrstu umferð deildarinnar á meðan Grindavík lagði ÍBV - liðið sem er spáð efsta sæti - í fyrstu umferð. Þórsarar byrjuðu leikinn í dag af miklum krafti og voru komnir í 2-0 eftir stundarfjórðung. Jakob Snær Árnason skoraði fyrsta markið á 12. mínútu og þremur mínútum síðar bætti Fannar Daði Malmquist Gíslason við öðru marki.

„Fannar með stóóórkostlegt mark! Nær boltanum af Grindvíkingum rétt fyrir utan vítateig og hamrar boltanum með vinstri upp í samskeytin! 2-0!" skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í beinni textalýsingu þegar Þór komst í 2-0.

Miðvörðurinn Josip Zeba minnkaði muninn á 18. mínútu eftir slæm mistök frá Daða Frey Andréssyni sem var að spila sinn fyrsta leik í marki Þórs.

Þór gerði hins vegar mjög vel í að svara þessu marki strax. Bjarki Þór Viðarsson skoraði á 22. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu og fyrir leikhlé gerði Guðni Sigþórsson fjórða markið þegar hann náði frákasti.

Gríðarlega fjörugur fyrri hálfleikur. Seinni hálfleikur var ekki eins skemmtilegur. Möguleikar Grindavíkur á því að koma til baka urðu litlir sem engir þegar Zeba fékk að líta beint rautt spjald á 62. mínútu leiksins.

Lokatölur 4-1 fyrir Þór og eru bæði þessi lið með þrjú stig eftir tvo leiki. Á morgun heldur önnur umferðin í Lengjudeildinni áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner