29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 13. maí 2021 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Maður hefur upplifað bæði að vinna á síðustu stundu og tapa
Srdjan Tufegdzic - Tufa, aðstoðarþjálfari Vals.
Srdjan Tufegdzic - Tufa, aðstoðarþjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tóku á móti HK á Origo vellinum í kvöld þegar þriðja umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Eftir mikinn baráttu leik voru það Valsmenn sem náðu að tryggja sér sigurinn í leiknum með marki frá Almari Ormarssyni.

„Mjög ánægður með að vinna leikinn og vinna alla þrjá punktana. Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði HK, við erum búnir að vera í smá basli með þá sérstaklega hérna á hlíðarenda bæði í fyrra og í Lengjubikarnum. Gott lið með góðan þjálfara og eins og ég segi erfiður leikur að spila en sem betur fer tókum við öll stigin," sagði Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Valsmanna, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

Þetta virtist lengi vel ætla vera einn af þessum dögum sem ekkert myndi ganga fyrir Valsmenn en þá kom virkilega sætt sigurmark í lokin fyrir Valsmenn.

„Maður hefur bæði sem leikmaður og þjálfari upplifað bæði að vinna á síðustu stundu og líka tapa og þetta sýnir bara enn og aftur að gefumst aldrei upp og eigum alltaf að halda áfram og þá færðu hlutina svolítið með þér."

„Dagskipan var að halda okkar prinsip og mæta þeim í baráttu um seinni boltana sem þeir eru mjög sterkir í og verjast vel fyrirgjöfum og gátum gert miklu betur í báðum mörkum, við vitum það sjálfir og reynum bara að bæta okkur fyrir næsta leik."

Það er stutt á milli leikja og Valsmenn fá ekki mikla hvíld fyrir leikinn gegn KR.

„Það er bara stórleikur framundan og ekki mikill tími á milli leikja en við keppnismenn viljum spila þessa leiki. Ég man að Guardiola var að tala um að ár verði 400 dagar og það væri ekki slæmt að vera kannski með 40 klukkutíma sólarhring til að fá tíma til að undirbúa og hvíla en þetta reynir bæði á okkur þjálfara að nota tímann og undirbúa liðið vel og líka bara hugarfar leikmanna að hugsa vel um sig og vera klárir á mánudaginn."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner