Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fim 13. maí 2021 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Túfa: Maður hefur upplifað bæði að vinna á síðustu stundu og tapa
Srdjan Tufegdzic - Tufa, aðstoðarþjálfari Vals.
Srdjan Tufegdzic - Tufa, aðstoðarþjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmenn tóku á móti HK á Origo vellinum í kvöld þegar þriðja umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram göngu sinni.

Eftir mikinn baráttu leik voru það Valsmenn sem náðu að tryggja sér sigurinn í leiknum með marki frá Almari Ormarssyni.

„Mjög ánægður með að vinna leikinn og vinna alla þrjá punktana. Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði HK, við erum búnir að vera í smá basli með þá sérstaklega hérna á hlíðarenda bæði í fyrra og í Lengjubikarnum. Gott lið með góðan þjálfara og eins og ég segi erfiður leikur að spila en sem betur fer tókum við öll stigin," sagði Srdjan Tufegdzic, aðstoðarþjálfari Valsmanna, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 HK

Þetta virtist lengi vel ætla vera einn af þessum dögum sem ekkert myndi ganga fyrir Valsmenn en þá kom virkilega sætt sigurmark í lokin fyrir Valsmenn.

„Maður hefur bæði sem leikmaður og þjálfari upplifað bæði að vinna á síðustu stundu og líka tapa og þetta sýnir bara enn og aftur að gefumst aldrei upp og eigum alltaf að halda áfram og þá færðu hlutina svolítið með þér."

„Dagskipan var að halda okkar prinsip og mæta þeim í baráttu um seinni boltana sem þeir eru mjög sterkir í og verjast vel fyrirgjöfum og gátum gert miklu betur í báðum mörkum, við vitum það sjálfir og reynum bara að bæta okkur fyrir næsta leik."

Það er stutt á milli leikja og Valsmenn fá ekki mikla hvíld fyrir leikinn gegn KR.

„Það er bara stórleikur framundan og ekki mikill tími á milli leikja en við keppnismenn viljum spila þessa leiki. Ég man að Guardiola var að tala um að ár verði 400 dagar og það væri ekki slæmt að vera kannski með 40 klukkutíma sólarhring til að fá tíma til að undirbúa og hvíla en þetta reynir bæði á okkur þjálfara að nota tímann og undirbúa liðið vel og líka bara hugarfar leikmanna að hugsa vel um sig og vera klárir á mánudaginn."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner