Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fös 13. maí 2022 22:01
Victor Pálsson
Láki: Ekki góður dagur á skrifstofunni
Lengjudeildin
Mynd: Palli Jóh / thorsport

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, sá sína menn tapa stórt í Lengjudeild karla í kvöld er liðið mætti Fjölni.


Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Þór

Þórsarar þurftu að sætta sig við 4-1 tap á útivelli í þriðju umferð þar sem Fjölnir gerði tvö mörk í fyrri hálfleik og tvö í þeim seinni.

Þorlákur segir að þetta hafi heilt yfir verið vondur dagur á skrifstofunni fyrir Þórsara í kvöld og segir sigur Fjölnis verðskuldaðan.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum bara ekki nógu fastir fyrir og grimmir og undir í baráttu, gegn góðu Fjölnisliði þá býðurðu hættunni heim. Fjölnismenn unnu sannfærandi sigur," sagði Þorlákur.

„Mér fannst við verða undir frá upphafi í baráttunni. Þeir eru með physical lið og beita mikið af löngum sendingum og við vorum undir í því. Við héldum boltanum illa í fyrri hálfleik, það komu skárri kaflar í seinni en þá gáfum við mark um leið. Þetta var bara ekki góður dagur á skrifstofunni."

„Við gerðum skiptingar en þegar þú átt svona off dag þá er erfitt þegar menn verða svona hauslausir að ná þeim til baka, það eru algjörir lykilmenn sem eiga off dag."

Nánar er rætt við Láka í meðfylgjandi viðtali.


Athugasemdir
banner
banner
banner