fös 13. maí 2022 07:20
Elvar Geir Magnússon
Newcastle mun bjóða í Calvert-Lewin - Man Utd vill De Jong
Powerade
Dominic Calvert-Lewin til Newcastle?
Dominic Calvert-Lewin til Newcastle?
Mynd: Getty Images
Lewandowski seldur til Barcelona?
Lewandowski seldur til Barcelona?
Mynd: EPA
Aston Villa vill fá Kalvin Phillips.
Aston Villa vill fá Kalvin Phillips.
Mynd: EPA
Frenkie De Jong.
Frenkie De Jong.
Mynd: EPA
Calvert-Lewin, Pogba, Lewandowski, Sterling, Guardiola og Rice eru meðal manna í mjög áhugaverðum föstudagsslúðurpakka.

Newcastle mun gera sumartilboð í enska sóknarmanninn Dominic Calvert-Lewin (25) að forgangsmáli. Arsenal hefur einnig áhuga á Everton manninum. (Telegraph)

Bayern München hefur blandað sér í baráttuna um Paul Pogba (29) sem brátt verður samningslaus hjá Manchester United. Juventus, Paris St-Germain, Real Madrid og Manchester City voru þegar í baráttunni. (Fichajes)

Robert Lewandowski (33) mun ekki skrifa undir nýjan samning við Bayern München og pólski sóknarmaðurinn gæti verið seldur til Barcelona í sumar áður en hann fer inn í lokaár samnings síns. (Goal)

Chelsea vill ganga frá kaupum á franska varnarmanninum Jules Kounde (23) snemma í sumarglugganum. (Give Me Sport)

Pep Guardiola ætlar að klára samning sinn við Manchester City sem er til 2023 frekar en að framlengja í sumar. Hann ætlar að taka ákvörðun á síðustu stundu um hvort hann framlengi. (Sky Sports)

Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Raheem Sterling (27) en það er hinsvegar búist við því að hann fari í eitt af risafélögum Evrópu ef hann yfirgefur Manchester City í sumar. (The Athletic)

West Ham mun ekki halda frekari viðræður við enska miðjumanninn Declan Rice (23) þar til sumarglugganum verður lokað eftir að hann hafnaði átta ára samningi. (Sky Sports)

Aston Villa vill fá enska miðjumanninn Kalvin Phillips (26) frá Leeds. (Football Insider)

David Moyes, stjóri West Ham, vill sameina krafta Phillips og Rice á London leikvangnum. (Sun)

Newcastle hefur áhuga á danska markverðinum Kasper Schmeichel (35) hjá Leicester. (TalkSport)

Manchester United hefur áhuga á Frenkie De Jong (25) en Barcelona er með 70 milljóna punda verðmiða á hollenska miðjumanninum. Þá vill leikmaðurinn helst fara í lið sem er í Meistaradeildinni. (Mail)

Ef De Jong fer frá Barca í sumar vill Xavi fá Bernardo Silva (27) frá Manchester City til að fylla skarðið. (Mundo Deportivo)

Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku (28) vill vera áfram hjá Chelsea þrátt fyrir erfiða tíma á Stamford Bridge síðan hann kom frá Inter í fyrra. (Give Me Sport)

Nýliðar Bournemouth eru í viðræðum við Liverpool um að fá miðvörðinn Nathaniel Phillips (25). (Express)

Steven Gerrard vill fá enska varnarmanninn Joe Gomez (24) frá Liverpool til að ganga í raðir Aston Villa. (Mirror)

Jurgen Klopp stjóri Leeds hefur gefið Liverpool grænt ljós á að berjast um skoska varnarmanninn Calvin Ramsay (18) hjá Aberdeen. (Mirror)

Reiss Nelson (22), vængmaður Arsenal, mun ræða við Mikel Arteta um framtíð sína eftir að hafa verið eitt ár á láni hjá Feyenoord. Önnur úrvalsdeildarfélög hafa áhuga en Arsenal er í forgangi hjá honum. (Fabrizio Romano)

Tottenham er að undirbúa tilboð í Joao Palhinha (26), portúgalskan varnarmann sem Sporting Lissabon verðmetur á 25 milljónir punda. (Jornal de Noticia)

West Ham hefur áhuga á að fá Jesse Lingard (29) aftur en hann kom til Hamranna á lánssamningi. Samningur Lingard við Manchester United rennur út í sumar. (90 Min)
Athugasemdir
banner
banner
banner