Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. maí 2022 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur að fá Gísla frá Bologna - „Erum að gera mikið fyrir þessa stráka"
Gísli Gottskálk
Gísli Gottskálk
Mynd: blikar.is
Ari kom frá Bologna í vetur
Ari kom frá Bologna í vetur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Gottskálk Þórðarson er að ganga í raðir Víkings frá Bologna á Ítalíu. Gísli er sautján ára, fæddur árið 2004, og á að baki einn leik með U19 landsliðinu. Gísli fór til Bologna frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki í október árið 2020 og er nú að mæta aftur til Íslands.

„Við erum að fá hann til okkar frá Bologna. Við keyptum Ara [Sigurpálsson] frá Bologna á sínum tíma og það er ágætis samband milli félaganna. Þetta er svipað og með marga unga leikmenn sem hafa komið í Víkina, hugmyndin er að gefa þeim tækifæri til að byggja sinn feril."

Var hann að leitast eftir því að koma heim?

„Ég held strákar sem eru úti leitast ekkert endilega eftir því að koma heim, sama með Ara, Guðmund Andra, Ágúst Hlyns, Kristal og þessa stráka. Á einhverjum tímapunkti sjá þeir fram á að upp á þeirra feril er það betra. Þessir leikmenn verða að fá tækifæri til að spila og þeir hafa fengið það hjá okkur sem veldur því að það skapast traust milli leikmannsins og forráðamanna leikmannsins að Víkin sé rétti staðurinn."

Er Gísli að fara fá tækifæri í Víkingsliðinu í sumar?

„Það er bara undir honum komið og okkur hvernig við náum honum í gang. Hann er svaka efnilegur, teknískur og með gott auga fyrir spili. Hann fær þann tíma sem hann þarf. Það væri auðvitað 'ideal' ef hann fær einhverjar mínútur í sumar."

Víkingur fékk Hákon Dag Matthíasoson, unglingalandsliðsmaður sem fæddur er 2005, frá ÍR á lokadegi félagaskiptagluggans. Hver er hugmyndin með hans komu?

„Sú sama í rauninni nema hann er að koma frá ÍR og hinn frá Bologna. Við viljum reyna fá þessa efnilegu stráka, erum með fína umgjörð hjá okkur. Við erum ekki bara með æfingarnar og æfingasvæðið, við erum líka með fitness-þjálfara, næringaráðgjafa og ég veit ekki hvað og hvað. Við erum að gera mikið fyrir þessa stráka sem koma. Svo snýst þetta bara um þeirra hungur, hvert það leiðir þeirra. Maður sér það frekar fljótlega hverjir vilja þetta og hverjir ekki. Við erum að reyna finna út skapgerðina og þessháttar. Það er eitt af markmiðum félagsins að fá unga og efnilega stráka og byggja þá upp."

Og mögulega hjálpa þeim að fara (aftur) erlendis?

„Já, ég held að allir metnaðargjarnir leikmenn vilji svo sem ekki vera hérna alla sína hunds- og kattartíð. Sumir komast út, koma aftur heim og þeir sjá að það er betra að spila hér, mennta sig eða hvað sem er og þurfa ekkert endilega að fara út aftur bara til þess að fara út. Ég held að metnaður sé allra leikmanna sé að fara út, svo er bara spurning hvort það sé raunhæft eða ekki," sagði Arnar.

En náði Víkingur að ganga frá öllu í kringum kaupin á Gísla fyrir gluggalok?

„Já, við náðum því. Það vonandi klárast á næstu dögum eða viku. Þetta er ferli sem fer í gegnum FIFA þar sem hann hefur ekki náð lögaldri," sagði Kári Árnason sem er yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi. Gísli gæti því fengið leikheimild á næstu dögum þrátt fyrir að félagaskiptaglugganum hafi verið lokað hér á Íslandi á miðvikudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner