Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins, en framundan er vináttulandsleikur á móti stórliði Brasilíu.
Leikurinn er í kvöld, á Laugardalsvelli, og hefst 18:30.
Leikurinn er í kvöld, á Laugardalsvelli, og hefst 18:30.
Ísland ætlar að spila með þriggja manna vörn á EM í Hollandi í næsta mánuði, en það er eitthvað sem Glódís þekkir vel frá félagsliði sínu. Hún spilar með mjög öflugu liði í Svíþjóð, Eskilstuna.
„Það hentar mér mjög vel (að spila í þriggja manna vörn)," sagði Glódís í viðtali við Fótbolta.net í gær. „Ég spila þannig með liðinu mínu út í Svíþjóð þannig að ég er vön því."
Glódís segir að það hafi gengið vel að spila í þessu nýja kerfi með íslenska liðinu, hún telur að það henti vel.
„Við spiluðum frábæran leik úti á móti Írlandi, þótt við höfum ekki náð að vinna og við náðum að rífa okkur upp eftir Hollandsleikinn. Það var mikilvægt fyrir okkur," sagði hún.
Eins og áður segir þá mætir Ísland stórliði Brasilíu á morgun, en þetta er kveðjuleikur liðsins fyrir EM í Hollandi.
„Við munum ekki vera eins mikið með boltann eins og við vorum með á móti Írlandi, en það mun reyna á varnarfærslurnar okkar og það sem við gerum þegar við erum með boltann."
„Þetta er góð prófraun fyrir okkur."
Viðtalið má sjá í viðtalið hér að neðan.
Athugasemdir






















