Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 19:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blikar eftir bólusetningu: Allir mættir á æfingu og orkustigið gott
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfarar Breiðablik.
Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfarar Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Breiðablik, FH og Vals voru bólusettir síðasta fimmtudag og fengu þeir bóluefnið frá Janssen.

Breiðablik og Valur taka bæði þátt í Evrópukeppnum seinna í sumar. Þurfa því leikmenn að ferðast út fyrir landsteinanna og óljóst hverjir mótherjarnir verða.

Einstaklingur fær einungis eina sprautu af Janssen og margir hafa orðið slappir í kjölfar sprautunnar.

Þessi þrjú lið spiluðu öll í gær í Pepsi Max-deildinni. Fótbolti.net sendi fyrirspurnir til félaga sem fóru í bólusetningu; Breiðablik, FH og Vals. Spurt var hvernig bólusetningin hefði haft áhrif á undirbúning liðanna fyrir leik og svo á leikinn á laugardag. Ef svo er, að hvaða leyti?

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðablik, svaraði fyrirspurninni svona:

„Blessunarlega virðist bólusetningin hafa haft lítil áhrif á okkur. Flestir fóru í bólusetningu á fimmtudagsmorgun og við tókum góða æfingu seinni partinn. Við brýndum fyrir mikilvægi þess að passa vel uppá næringu sólarhringinn á eftir. Þó að menn yrðu slappir þá þyrftu þeir að sjá til þess að þeir myndu borða og drekka vel, svo þeir yrðu ekki orkulausir eftir nóttina."

„Menn hugsuðu greinilega vel um sig, því þrátt fyrir slappleika einkenni yfir kvöldið og nóttina þá voru allir mættir á æfingu á föstudag og orkustigið gott. Auðvitað er ekki gott að vera með hita og sofa í hitakófi en menn báru sig vel og ákváðu að láta þetta ekki hafa áhrif á leikinn."

„Eitthvað smávegis tempóleysi í hluta fyrri hálfleiks í leiknum á laugardag skrifast sennilega frekar á þriggja vikna leikjapásu en Janssen sprautuna. Það var mikilvægt að ná að bólusetja liðið fyrir komandi Evrópukeppni og frábært að ná góðum sigri á Fylkismönnum."


Breiðablik vann 2-0 sigur á Fylki í gær.

Stjarnan, sem tekur einnig þátt í Evrópukeppni, fer í bólusetningu í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner