Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 13. júní 2021 20:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Besti leikur mótsins hingað til
Hollendingar fagnar sigurmarki sínu.
Hollendingar fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: EPA
Holland 3 - 2 Úkraína
1-0 Georginio Wijnaldum ('52 )
2-0 Wout Weghorst ('58 )
2-1 Andriy Yarmolenko ('75 )
2-2 Roman Yaremchuk ('79 )
3-2 Denzel Dumfries ('85 )

Holland náði að kreista fram sigur gegn Úkraínu í skemmtilegasta leik Evrópumótsins hingað til.

Hollendingar byrjuðu af miklum krafti og það var með hreinum ólíkindum að þeir skoruðu ekki í fyrri hálfleik. Heorhiy Bushchan, markvörður Úkraínu, var í miklu stuði.

Snemma í seinni hálfleik brutu Hollendingar ísinn. Georginio Wijnaldum skoraði þá. Stuttu síðar bætti Wout Weghorst við marki eftir dapran varnarleik hjá Úkraínu. Þeir reyndu að fiska aukaspyrnu en það var réttilega ekkert dæmt á það.

Það var eins og Holland væri að sigla sigrinum þægilega heim. Svo gerði Frank de Boer tvöfalda breytingu; hann tók miðvörð og vinstri bakvörð út af. Það riðlaði leik Hollendinga og hleypti Úkraínu aftur inn í leikinn. Andriy Yarmolenko minnkaði muninn með glæsilegu marki og stuttu síðar jafnaði Roman Yaremchuk metin.

Frábær karakter hjá Úkraínu. Því miður dugði þetta ekki fyrir þá. Denzel Dumfries, hægri vængbakvörðurinn sem var mjög hættulegur í kvöld, tryggði Hollandi sigurinn þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Austurríki og Holland eru núna með þrjú stig í C-riðlinum. Austurríki vann 3-1 sigur á Norður-Makedóníu fyrr í dag.

Önnur úrslit í dag:
EM: Sterling hetja Englendinga
EM: Langþráður sigur Austurríks - Pandev skoraði
Athugasemdir
banner
banner