Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. júní 2021 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Langþráður sigur Austurríkis - Pandev skoraði
Mynd: EPA
Austurríki 3 - 1 Norður-Makedónía
1-0 Stefan Lainer ('18 )
1-1 Goran Pandev ('28 )
2-1 Michael Gregoritsch ('78 )
3-1 Marko Arnautovic ('89 )

Austurríki hafði betur gegn Norður-Makedóníu í hörkuleik í öðrum leik dagsins á Evrópumótinu.

Norður-Makedónía er slakasta liðið á þessu móti samkvæmt heimslista FIFA en þeir sýndu í dag að þeir eru engin lömb að leika sér við.

Stefan Lainer kom Austurríki yfir á 18. mínútu eftir stórkostlega sendingu frá Marcel Sabitzer. Tíu mínútum síðar jafnaði hins vegar 37 ára gamli Goran Pandev fyrir Norður-Makedóníu.

Staðan var 1-1 í hálfleik og það var hart barist. Varamennirnir reyndust Austurríki drjúgir. Michael Gregoritsch kom þeim yfir eftir undirbúning David Alaba á 78. mínútu og rúmum tíu mínútum síðar skoraði Marko Arnautovic. Hann virtist eitthvað reiður þegar hann skoraði, frekar furðulegt.

Þetta er í fyrsta sinn sem Austurríki vinnur leik á EM og fyrsti sigur þeirra á stórmóti.
Athugasemdir
banner
banner
banner