Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 13. júní 2022 10:23
Elvar Geir Magnússon
Matic mættur í læknisskoðun hjá Roma
Nemanja Matic er mættur á æfingasvæði Roma í læknisskoðun en Jose Mourinho sækir hann á frjálsri sölu frá Manchester United.

Serbneski miðjumaðurinn mun skrifa undir eins árs samning með möguleika á framlengingu.

Þetta verður í þriðja sinn sem Matic spilar undir stjórn Mourinho.

Alls hefur Matic, sem er 33 ára, spilað 159 leiki undir stjórn Portúgalans og á að fylla skarð Henrikh Mkhitaryan sem er á förum frá félaginu.

Roma hafnaði í sjötta sæti ítölsku A-deildarinnar á liðnu tímabili.


Athugasemdir