Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 13. júní 2024 22:32
Stefán Marteinn Ólafsson
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
Lengjudeildin
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Dominik Radic sóknarmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR þegar 7.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína í kvöld.

Njarðvíkingar vonuðust til þess að komast aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð og fór svo að þeir lögðu ÍR örugglega af velli.


Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  0 ÍR

„Mér fannst við byrja virkilega vel. Í seinni hálfleik datt þetta svolítið niður hjá okkur en á mikilvægu augnarblikunum náðum við að halda markinu okkar hreinu og náðum að klára þetta undir lokin, héldum einbeitningu og áttum sigurinn skilið." Sagði Dominik Radic framherji Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Njarðvíkingar komust snemma yfir með marki frá Dominik Radic og settu því tóninn snemma.

„Það er alltaf mikilvægt og eins og Gunnar Heiðar segir 'mörk breyta leikjum' og þetta breytti allri dýnamík í leiknum svo það er mjög gott að skora fyrsta markið."

Dominik Radic skoraði tvö mörk í kvöld en var skipt útaf fljótlega eftir annað markið svo hann fékk ekki færi á að reyna við þrennuna. 

„Seinna markið kom frekar seint og ég held að skiptinginn var þegar undirbúin þegar seinna markið kom svo það hefði verið erfitt að skora þriðja markið. Ég held að tvö mörk í dag hafi verið alveg nóg. Það var mikilvægast að vinna og allt annað ekkert svo mikilvægt." 

Dominik Radic kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið og hefur komið vel inn í lið Njarðvíkur.

„Ég er að koma vel inn í þetta. Strákarnir hérna eru mjög góðir við mig. Það er skemmtilegt að spila með liðinu. Við erum að njóta okkar saman og akkurat núna er ég mjög ánægður að vera hérna." 

Nánar er rætt við Dominik Radic leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner