Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   fim 13. júní 2024 22:58
Halldór Gauti Tryggvason
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla

„Gríðarlega sáttur. Fannst við hafa átt að skora fleiri mörk í fyrri hálfleik. Bara gríðarlega ánægður með strákana fyrir að hafa trú allan tímann á verkefninu“ Þetta sagði Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik kvöldsins.


„Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem við skorum sigurmark, þokkalega seint í leiknum og það sýnir trúna sem við höfum.“


„Við vorum bara að reyna að spila okkar fótbolta og fannst það ganga upp. Við vorum að opna þá, í fyrri hálfleik, og skapa færi og þeir voru að komast svona fyrir skotin okkar varnarmenn nokkrum sinnum í fyrri hálfleik.“

„Þróttur er með flott lið og góðir þjálfarar með þeim. Hörkulið, eins og öll í þessari deild, þetta eru öll hörkulið í þessari deild og hver einasti leikur erfiður þannig að nú förum við bara að njóta í kvöld. Svo er það bara fókus á næsta verkefni.“

„Við erum búnir að vinna þrjá leiki í röð og það er kominn taktur í okkur og mér finnst við vera svona að mæta, stígandi inn í þetta mót. Byrjunin, vorum ekki nógu ánægðir meða hana stigalega séð en frammistaðan hefur í flestum leikjum verið mjög góð og ég verið ánægður með strákana.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan









Athugasemdir
banner