Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 13. júní 2024 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nuri Sahin líklegastur til að taka við Dortmund
BILD greinir frá því að Nuri Sahin sé langlíklegastur til að vera ráðinn sem arftaki Edin Terzic hjá Borussia Dortmund, sem fékk þjálfarasamningi sínum rift í dag.

Sahin starfar sem aðstoðarþjálfari hjá Dortmund en hann er aðeins 35 ára gamall og þekkir gríðarlega vel til innan félagsins.

Hann spilaði yfir 250 keppnisleiki fyrir félagið á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, auk þess að spila 52 landsleiki fyrir Tyrkland.

Sahin lék einnig fyrir Feyenoord, Real Madrid, Liverpool, Werder Bremen og Antalyaspor á flottum ferli.

   13.06.2024 11:13
Terzic óvænt hættur hjá Dortmund (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner