Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   fös 13. júní 2025 21:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fylkir tók á móti Grindavík á Tekk vellinum í áttundu umferð Lengjudeildarinnar. 

Fylkismenn hafa ekki byrjað tímabilið vel og héldu vonbrigðin áfram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Grindavík

„Enn ein vonbrigðin að vinna ekki leik og þá sérstaklega hér á heimavelli. Við erum sjálfum okkur verstir" sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis svekktur eftir leik.

„Við komum okkur í 20-30 góðar stöður til að búa okkur til færi. Búum til einhver færi og fáum nóg af færum til þess að komast í 2-0 og jafnvel 3-0. Þeir taka aðeins yfir leikinn um miðjan seinni hálfleik og gera vel. Skora eitthvað skítamark eftir horn, beint úr horni" 

„Við fáum svo 2-3 dauðafæri síðustu tíu mínúturnar. Viljum meina að boltinn hafi verið inni en þeir dæmdu það ekki og niðurstaðan er jafntefli" 

Fylkir hefur átt erfiða byrjun á mótinu og gengið verið langt undir væntingum og mögulega farið að leggjast á menn.

„Já örugglega. Það gerist alltaf þegar að það gengur ekki vel. Þá fara menn kannski að ofhugsa hlutina. Við erum að skipta mikið á liðinu og rótera ekki kannski afþví að við viljum það endilega alltaf heldur eru margir meiddir og þannig er það hjá öllum liðum. Það var einhver sem kvartaði undan heimsmeti í meiðslum en ég held að við séum að bæta það heimsmet"  

Árni Freyr hefur miklar áhyggjur af stöðunni en segist þó ekki geta haft áhyggjur af stöðu sinni hjá Fylki.

„Ég get ekki haft áhyggjur af einhverju sem ég hef enga stjórn á. Það er bara stjórnin sem ákveður það. Ég tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við og gera þetta vel en ég er ekkert að ljúga af þér að þetta hefur alveg komið inn í hausin á mér en við þurfum bara að halda áfram" 

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 15 8 7 0 36 - 14 +22 31
2.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
3.    Þróttur R. 15 8 4 3 28 - 23 +5 28
4.    Þór 15 8 3 4 34 - 22 +12 27
5.    HK 15 8 3 4 26 - 18 +8 27
6.    Keflavík 15 7 4 4 34 - 24 +10 25
7.    Völsungur 14 5 2 7 24 - 30 -6 17
8.    Grindavík 15 4 2 9 29 - 42 -13 14
9.    Selfoss 14 4 1 9 15 - 29 -14 13
10.    Fylkir 15 2 5 8 20 - 26 -6 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 15 2 4 9 13 - 31 -18 10
Athugasemdir
banner
banner
banner