Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   fös 13. júní 2025 21:55
Stefán Marteinn Ólafsson
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis
Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fylkir tók á móti Grindavík á Tekk vellinum í áttundu umferð Lengjudeildarinnar. 

Fylkismenn hafa ekki byrjað tímabilið vel og héldu vonbrigðin áfram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Grindavík

„Enn ein vonbrigðin að vinna ekki leik og þá sérstaklega hér á heimavelli. Við erum sjálfum okkur verstir" sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis svekktur eftir leik.

„Við komum okkur í 20-30 góðar stöður til að búa okkur til færi. Búum til einhver færi og fáum nóg af færum til þess að komast í 2-0 og jafnvel 3-0. Þeir taka aðeins yfir leikinn um miðjan seinni hálfleik og gera vel. Skora eitthvað skítamark eftir horn, beint úr horni" 

„Við fáum svo 2-3 dauðafæri síðustu tíu mínúturnar. Viljum meina að boltinn hafi verið inni en þeir dæmdu það ekki og niðurstaðan er jafntefli" 

Fylkir hefur átt erfiða byrjun á mótinu og gengið verið langt undir væntingum og mögulega farið að leggjast á menn.

„Já örugglega. Það gerist alltaf þegar að það gengur ekki vel. Þá fara menn kannski að ofhugsa hlutina. Við erum að skipta mikið á liðinu og rótera ekki kannski afþví að við viljum það endilega alltaf heldur eru margir meiddir og þannig er það hjá öllum liðum. Það var einhver sem kvartaði undan heimsmeti í meiðslum en ég held að við séum að bæta það heimsmet"  

Árni Freyr hefur miklar áhyggjur af stöðunni en segist þó ekki geta haft áhyggjur af stöðu sinni hjá Fylki.

„Ég get ekki haft áhyggjur af einhverju sem ég hef enga stjórn á. Það er bara stjórnin sem ákveður það. Ég tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við og gera þetta vel en ég er ekkert að ljúga af þér að þetta hefur alveg komið inn í hausin á mér en við þurfum bara að halda áfram" 

Nánar er rætt við Árna Freyr Guðnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir